Vefkynning á áhrifum TEPA á viðskipti með sjávarafurðir

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Nýju Delí býður til vefkynningar fimmtudaginn 11. desember kl. 10.00-11.00, þar sem farið verður yfir stöðuna á indverska markaðinum og hvaða möguleg áhrif afnám tolla samkvæmt TEPA-samningnum getur haft fyrir íslenska útflytjendur á sjávar- og eldisafurðum.

Í ár tók gildi TEPA – Trade and Economic Partnership Agreement milli EFTA ríkjanna (Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein) og Indlands, sem felur í sér verulegar tollalækkanir og, í mörgum tilvikum tollfrelsi.

Á fundinum verður farið yfir helstu atriði samningsins og rætt um tækifæri sem skapast fyrir íslensk fyrirtæki. Þá verður einnig miðlað reynslusögum frá aðilum á Indlandi sem hafa áralanga reynslu af innflutningi á sjávar- og eldisafurðum. Fulltrúi ÍIV verður með stutta kynningu á viðskiptaráðinu. Í lokin verður boðið upp á umræður og spurningar.

Dagskrá:

  • Opnun
    Björgvin Þór Björgvinsson fagstjóri sjávarafurða og matvæla hjá Íslandsstofu
  • Ávarp
    Benedikt Höskuldsson, sendiherra Íslands á Indlandi
  • Áhrif TEPA samningsins á útflutning sjávarafurða til Indlands
    Sveinn Einarsson, deildarstjóri viðskiptaskrifstofu, utanríkisráðuneytið
  • Yfirlit yfir innflutningsmarkað sjávarafurða á Indlandi
    Amit Lohani, Forum of Indian Food Importers
  • Reynslusaga
    Rakesh Banga, Banyan Fine Foods
  • Umræður  

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Skráning á vef Íslandsstofu

Scroll to Top