Gildistöku TEPA fagnað í Sendiráði Indlands

Sendiráð Indlands í Reykjavík býður til síðdegismóttöku föstudaginn 26. september í tilefni af gildistöku viðskipta- og efnahagssamstarfssamnings EFTA og Indlands (TEPA) um mánaðamótin. Áhugamenn um viðskipti við Indland eru velkomnir.

Viðburðurinn hefst kl. 15 í sendiráðinu, Túngötu 7, og yfir veitingum fara fram óformlegar umræður um TEPA-samninginn og þau tækifæri sem í honum felast fyrir viðskipti Íslands og Indlands.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til sendiráðsins: amboff.reykjavik@mea.gov.in

Scroll to Top