Í tilefni af gildistöku viðskipta- og efnahagssamstarfssamnings EFTA og Indlands (TEPA) miðvkudaginn 1. október er fulltrúum fyrirtækja frá EFTA-ríkjunum boðið á gildistökuathöfn og ráðstefnu, „Prosperity Summit“ sem fram fer í ráðstefnumiðstöðinni Bharath Mandapam í Nýju Delí, höfuðborg Indlands.
Viðburðurinn er skipulagður af viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Indlands og hefst kl. 15 að staðartíma. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Fyrirtæki geta skráð þátttöku hjá viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Nýju Delí, Rahul Chongtham. rahul.chongtham@utn.is